Arion banki hagnast um 9,7 milljarða

Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni.
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni. mbl.is/Eggert

Arion banki hagnaðist um 9,7 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Til samanburðar hagnaðist bankinn um 7,8 milljarða á sama tímabili í fyrra.

„Áhrifin af sölunni á Valitor koma að fullu fram á öðrum ársfjórðungi. Söluverð félagsins var 14,6 ma.kr. (USD 112,5 m.) sem skilar 5,6 ma.kr. söluhagnaði," segir í uppgjöri bankans.

Arðsemi eiginfjár var 21,8% samanborið við 16,3% á öðrum fjórðungi 2021.

Hagnaður á hlut var 6,47 krónur en var 4,89 krónur á öðrum fjórðungi 2021.

Krefjandi aðstæður á fjármálamörkuðum

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, segir í tilkynningunni að kjarnatekjur hafi aukist um tæpan fjórðung milli ára.

„Afkoma Arion banka á fyrri helmingi ársins er góð. Þar skiptir mestu að kjarnastarfsemi bankans heldur áfram að þróast með jákvæðum hætti og gengið var frá sölu bankans á dótturfélaginu Valitor á tímabilinu. Kjarnatekjur bankans aukast um tæp 24% á milli ára ef horft er til annars ársfjórðungs og vegur aukning í vaxtatekjum þar þyngst.

Jafnframt náðist góður árangur á fjórðungnum þegar kemur að þóknanatekjum sem hafa ekki verið hærri á einum fjórðungi og má rekja það meðal annars til mikilla umsvifa í fyrirtækjaráðgjöf og eignastýringu. Á móti kemur að aðstæður á fjármálamörkuðum hafa verið krefjandi sem hefur neikvæð áhrif á fjármunatekjur bankans. Áfram er eigin- og lausafjárstaða bankans sterk og bíður ný endurkaupaáætlun bankans samþykkis eftirlitsaðila,“ segir Benedikt í tilkynningunni.

Kynningarfundur í fyrramálið

Boðið verður upp á fund og vefstreymi fyrir markaðsaðila á morgun, fimmtudaginn 28. júlí, klukkan 8:30 í Borgartúni 19.

Þar mun Iða Brá Benediktsdóttir aðstoðarbankastjóri Arion banka og framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs og Ólafur Hrafn Höskuldsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs kynna afkomu bankans og Erna Björg Sverrisdóttir aðalhagfræðingur Arion banka mun fara yfir stöðu efnahagslífsins. Fundurinn fer fram á ensku.

Á þessari vefsíðu er hægt að nálgast hlekk á streymið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK