Bandaríski seðlabankinn hækkaði í dag vexti um 0,75 prósentur. Hækkunin er í samræmi við spár og kemur ekki á óvart.
Þetta er fjórða vaxtahækkun bankans í ár og eru vextir nú 2,25%.
Verðbólga hefur verið á uppleið í Bandaríkjunum og hafa væntingar um efnahagshorfur daprast, að minnsta kosti út þetta ár og næsta.