Brautryðjandi í endurunnu malbiki

Framleiðslustöð Malbikstöðvarinnar á Esjumelum.
Framleiðslustöð Malbikstöðvarinnar á Esjumelum. Ljósmynd/Malbikstöðin

Yfirverkefnastjóri hjá Malbikstöðinni segir kostnað við umhverfisúttekt vel þess virði og að vottun um umhverfisvænt malbik veiti fyrirtækinu samkeppnisforskot. Malbikstöðin fékk í sumar vottaða umhverfisyfirlýsingu og er enn sem komið er eina malbikunarstöð  landsins sem hefur fengið slíka vottun.

Stórt skref

„Við stöndum öll frammi fyrir stórum áskorunum varðandi umhverfismál en félagið hefur ávallt haft umhverfisvitund að leiðarljósi í framleiðslu sinni,“ segir Helga Guðrún Lárusdóttir, yfirverkefnastjóri hjá Malbikstöðinni, í samtali við ViðskiptaMoggann í dag.

„Við höfum nú stigið stórt skref í átt að aukinni umhverfisvitund, sem er í samræmi við áherslur eigandans til lengri tíma. Malbikstöðin er brautryðjandi í endurunnu malbiki á Íslandi.“

Helga Guðrún Lárusdóttir.
Helga Guðrún Lárusdóttir. Ljósmynd/Baldur Kristjánsson

Auknar kröfur

Upplýsingarnar sem um ræðir eru gefnar út af alþjóðlegum, hlutlausum aðila og aðgengilegar í gagnabanka sem heldur utan um aðrar slíkar greiningar frá framleiðendum um allan heim. Malbikstöðin hefur í ferlinu látið reikna út og greina allan vistferil fyrir eina af sínum malbiksblöndum, svonefnd vistferilsgreining, sem tekur á öllum þáttum virðiskeðjunnar, hráefnismeðhöndlun, framleiðslu, birgðafyrirkomulagi, úrgangsmálum og afhendingu vörunnar.

Helga Guðrún segir að vottaða umhverfisyfirlýsingin skýri frá vistspori framleiðslunnar, bæði fyrir viðskiptavini að glöggva sig á og taka upplýstar ákvarðanir í sínum innkaupum og einnig fyrir Malbikstöðina sjálfa til að gera úrbætur á framleiðslu í þágu umhverfisins síðar meir.

Nánar er rætt við Helgu Guðrúnu í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK