Hafa minnkað um 44 milljarða

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Ómar

Eign­ir Seðlabank­ans dróg­ust sam­an á fyrri hluta árs­ins. Þær námu um 964 millj­örðum um síðustu ára­mót en hafa minnkað í tæp­lega 920 millj­arða, eða um 44 millj­arða.

Þetta kem­ur fram í nýju árs­hluta­upp­gjöri Seðlabank­ans.

Eigið fé bank­ans var rúm­lega 134 millj­arðar um síðustu ára­mót en hafði lækkað í tæp­lega 97 millj­arða í lok júní.

Kröf­ur á er­lenda aðila í er­lend­um gjald­eyri lækkuðu úr 908 millj­örðum á tíma­bil­inu í 866 millj­arða. Þá juk­ust er­lend­ar bankainn­stæður úr 144 millj­örðum í 394 millj­arða, eða um 250 milljarða.

Er­lend verðbréf og aðrar eign­ir í forða minnkuðu hins veg­ar úr 649 millj­örðum í 384 millj­arða.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK