Eignir Seðlabankans drógust saman á fyrri hluta ársins. Þær námu um 964 milljörðum um síðustu áramót en hafa minnkað í tæplega 920 milljarða, eða um 44 milljarða.
Þetta kemur fram í nýju árshlutauppgjöri Seðlabankans.
Eigið fé bankans var rúmlega 134 milljarðar um síðustu áramót en hafði lækkað í tæplega 97 milljarða í lok júní.
Kröfur á erlenda aðila í erlendum gjaldeyri lækkuðu úr 908 milljörðum á tímabilinu í 866 milljarða. Þá jukust erlendar bankainnstæður úr 144 milljörðum í 394 milljarða, eða um 250 milljarða.
Erlend verðbréf og aðrar eignir í forða minnkuðu hins vegar úr 649 milljörðum í 384 milljarða.