Kröfuhafar fengu 427 milljónir greiddar

Primera Air varð gjaldþrota árið 2018.
Primera Air varð gjaldþrota árið 2018. Ljósmynd/Aðsend

Skiptafundur þrotabús flugfélagsins Primera Air fór fram á föstudag en búið var tekið til gjaldþrotaskipta í október 2018.

Eiríkur Elís Þorláksson skiptastjóri segir í samtali við ViðskiptaMoggann að skiptum sé lokið og málið leitt til lykta. Almennar kröfur í búið námu tæpum 3,7 milljörðum króna. Alls fengust 259 milljónir greiddar upp í veðkröfur.

Arion stærsti kröfuhafinn

Ein samþykkt forgangskrafa var greidd en hún nam 230 þúsundum. Upp í samþykktar almennar kröfur greiddust rúmar 168 milljónir króna eða 4,57%. Kröfurnar verða greiddar með reiðufé.

Stærsti kröfuhafi búsins var Arion banki en þar á eftir erlend fyrirtæki á borð við flugvélaleigur og eldsneytissala. Eins og greint var frá á mbl.is árið 2019, þá bókfærði Arion banki þriggja milljarða tap vegna gjaldþrotsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK