Tekjur Meta taka dýfu

Mark Zuckerberg vill leggja áherslu á tækifæri fyrirtækisins til lengri …
Mark Zuckerberg vill leggja áherslu á tækifæri fyrirtækisins til lengri og skemmri tíma. AFP

Meta, móðurfyrirtæki Facebook og Instagram, hefur tilkynnt um lækkun á ársfjórðungstekjum milli ára í fyrsta skipti í sögu fyrirtækisins.

Meta, sem áður hét Facebook, var stofnað af Mark Zuckerberg árið 2004 en var fyrst skráð á markað árið 2012. 

„Við leggjum nú aukna áherslu á lykilþætti fyrirtækisins sem munu opna á tækifæri, bæði til lengri og skemmri tíma,“ er haft eftir Mark Zuckerberg í yfirlýsingu. 

Farið hratt niður á við

Facebook ákvað fyrir tæpu ári síðan að skipta um nafn og kynna til leiks Meta-heiminn eða „metaverse“, sem gengur út á sýndarveruleika. 

Gagnasérfræðingar segja tapið sýna fram á að rekstur Meta hafi versnað hratt. Góðu fréttirnar séu þó þær að samkeppnisaðilar Meta hafa einnig orðið fyrir tekjutapi nýverið.

Hagnaður minnkaði um þriðjung

Hagnaður Meta lækkaði um meira en þriðjung milli ára en tekjurnar lækkuðu um eitt prósent miðað við sama tíma árið áður og voru 28,8 milljarðar dala, markaðnum til nokkurrar undrunar.

Þetta er í fyrsta skipti sem Meta tekur dýfu á markaðnum að sögn Dan Ives, gagnasérfræðings hjá fjárfestingafyrirtækinu Wedbush.

Þá hefur samfélagsmiðillinn TikTok verið Meta til ama auk vaxandi verðbólgu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK