„Hvetjum ekki til áfengisneyslu eins og hið opinbera“

Arnar Sigurðsson, eigandi Sante ehf. og franska félagsins Santewines SAS.
Arnar Sigurðsson, eigandi Sante ehf. og franska félagsins Santewines SAS. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við hvetjum ekki til áfengisneyslu eins og hið opinbera. Við erum auðvitað ekki að hvetja fólk til að kaup vín, við erum með svokallaða hjarðheilsustefnu og hvetjum fólk ekkert til að kaupa meira en það þarf.“

Þetta segir Arnar Sigurðsson, eigandi vínverslunarinnar Sante ehf. og franska fé­lags­ins San­tew­ines SAS, í samtali við mbl.is og vísar í tilkynningu sem að ÁTVR sendi frá sér fyrr í vikunni þar sem fólk var hvatt til að versla snemma fyrir verslunarmannahelgina.

Aðspurður segir Arnar að sala hjá fyrirtækinu á áfengi hafi gengið virkilega vel fyrir verslunarmannahelgina og að ekki hafi þurft að hvetja fólk til að mæta snemma og versla sér áfengi. Að hans sögn hefur verið mikil aukning í sölu hjá þeim undanfarna daga.

Stella Artois í flösku.
Stella Artois í flösku. Ljósmynd/Aðsend

Stellur uppseldar og Guinnes vinsæll

„Það fóru bara allir á netið að eigin ósk, á eigin tíma. Menn mættu bara grímulaust í sína tölvu og sinn síma,“ segir Arnar og bætir við að mesta aukningin í sölu fyrir helgina hafi verið á bjórnum Guinnes.

Hann segir ástæðu skyndilegra vinsælda Guinnes vera að bjórinn kosti um 130 krónum minna en í Vínbúðinni.

„Mönnum finnst síðan mjög þægilegt að geta bakkað bílnum upp að og fengið áfengið beint í skottið. Beint af býli í bílinn,“ segir Arnar kíminn.

Þá segir hann að Stella Artois í flösku hafi verið fljót að klárast hjá þeim fyrir helgina. Hann bendir þó á að enn sé til Stella í dós og því þurfi aðdáendur bjórsins ekki að örvænta.

Hann bendir þá á að fyrir þá sem eru seinir að versla fyrir verslunarmannahelgina sé opið hjá þeim á laugardaginn. „Þeir sem eru seinir fyrir geta alltaf komið til okkar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK