Amazon og Apple hækka eftir uppgjör

Hlutabréfaverð Amazon hefur lækkað um 20 það sem af er …
Hlutabréfaverð Amazon hefur lækkað um 20 það sem af er ári. AFP

Hlutbréf Amazon og Apple hafa tekið kipp í fyrstu viðskiptum dagsins eftir að félögin skiluðu betra uppgjöri í gærkvöldi en gert var ráð fyrir. 

Hlutabréf Amazon hafa hækkað um 12% í fyrstu viðskiptum og hlutabréf Apple um 3,6%.

Hafa lækkað mikið 

Markaðurinn vestanhafs hefur verið sveiflukenndur upp á síðkastið en óvissa vegna verðbólgu og stríðsins hefur valdið titringi.

Einnig hafði uppgjör Snapchat áhrif á tæknifyrirtæki. Hlutabréf Snapchat hafa lækkað um 40% frá uppgjörinu.

Það sem af er ári hefur gengi hlutabréfa Amazon lækkað um 20%. Bréfin voru mest búin að lækka um 40% á árinu. 

Hlutabréfaverð Apple hefur lækkað um 11% það sem af er ári en féllu lægst um 28,5%. 

Afkoma Apple kom greinendum á óvart.
Afkoma Apple kom greinendum á óvart. AFP/Nicholas Kamm
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK