Viðspyrnustyrkir sem íslenska ríkið veitti til ferðaþjónustufyrirtækja í heimsfaraldrinum eru besta fjárfesting sem ríkið hefur farið í svo áratugum skiptir, segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Hann segir að eðlilega hafi margir sett spurningamerki við að ausa svo mikum fjármunum skattgreiðenda í fyrirtæki. Heildar styrkirnir vegna heimsfaraldursins námu 36 milljöðrum króna. Jóhannes Þór segir að þessi fjárfesting hafi nú þegar skilað tvöfallt til baka í ríkissjóð. Um sé að ræða hundrað prósent ávöxtun á þessa fjármuni.
Hann er gestur Dagmála í dag og gerir í myndbrotinu sem fylgir fréttinni, grein fyrir útreikningunum að baki þessari fullyrðingu.