Krefjast bóta vegna Helgafellslands

Uppbygging í Helgafellslandi er langt komin. Hverfið er eftirsótt.
Uppbygging í Helgafellslandi er langt komin. Hverfið er eftirsótt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Landeigendur að landi Helgafells í Mosfellsbæ gera þá kröfu að sveitarfélagið afhendi þeim alls 68,5 íbúðaeiningar vegna uppbyggingar íbúða á svæðinu og/eða greiði þeim andvirði slíkra eininga.

Þetta kom fram í bréfi Guðbrands Jóhannessonar landsréttarlögmanns til Mosfellsbæjar 13. maí, daginn fyrir sveitarstjórnarkosningar.

Í Morgunblaðinu í dag segir að málið sé nú rekið fyrir dómstólum. Hið rétta er að höfðað var þinglýsingarmál gegn sýslumanni vegna meintra þinglýsingarmistaka, en það mál er nú rekið fyrir dómstólum. Ekki ofangreint mál.

Fram kemur í kröfunni að byggðar hafi verið 635 íbúðir í áföngum 1 til 3 í Helgafellslandi og er krafan reist á því að landeigendur eigi 6,38 hektara af landinu eða 10,79% af landinu í heild. Það hlutfall er margfaldað með fjölda fullbyggðra íbúða.

Einnig vísað til áfanga 4 og 5

Lóðaverð hefur hækkað á síðustu árum og má nú miða við að það væri um 10 milljónir króna á íbúð í Helgafellslandi og mun hærra fyrir sérbýli. Samkvæmt því hljóðar krafan upp á hundruð milljóna en landeigendur áskilja sér jafnframt rétt til að gera kröfu vegna áfanga 4 og 5 í hverfinu. Gert sé ráð fyrir allt að 930 íbúðum í hverfinu fullbyggðu, eða um 300 fleiri en í áföngum 1 til 3, og væri hlutur landeigenda af því um 30 íbúðaeiningar til viðbótar.

Lögmaður landeigenda vísar í kröfubréfinu til samkomulags sem eigendur Helgafellslands undirrituðu sín á milli hinn 26. mars 2004.

Samkomulagið hafi náð til lands sem var á aðalskipulagi á þeim tíma, nánar tiltekið 59,1 hektari, en Mosfellsbær sé nú stærsti eigandinn að umræddu svæði og leiði rétt sinn frá Helgafellsbyggingum en samkomulagið hafi verið undirritað fyrir hönd þess félags. Tilefni þess hafi verið sameiginleg ákvörðun landeigenda um að láta Mosfellsbæ standa að opinni samkeppni um rammaskipulag á Helgafellslandi á grundvelli aðalskipulags 2002-2024.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka