Bjóða út svæði á besta stað í Leifsstöð

Fríhöfnin í Leifsstöð.
Fríhöfnin í Leifsstöð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Isavia hefur sett af stað útboð á rekstri þriggja veitingastaða í Leifsstöð. Þetta er annað útboðið af þremur á veitingarýmum í flugstöðinni en eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu er fyrir höndum nær alger endurnýjun á veitingarekstri þar á næstu misserum.

Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag, miðvikudag.

Útboðið nú tekur til þriggja rýma sem skilgreind eru sem sölustaðir fyrir kaffi og brauð. Fyrr á árinu var boðinn út rekstur tveggja stærri veitingastaða í norðurbyggingu flugstöðvarinnar. Búast má við að niðurstaða þess útboðs liggi fyrir í haust.

Rekstur getur hafist í apríl

Hluti af þeim breytingum sem eru fyrir dyrum er að vinsælir veitingastaðir í Leifsstöð eru á útleið. Þar á meðal eru Joe and the Juice, Loksins bar, Segafredo og Nord.

Útboðið sem nú stendur yfir nær sem fyrr segir til þriggja rýma og eru þau boðin út saman til fimm ára með möguleika á tveggja ára framlengingu. Hægt verður að hefja rekstur nýrra staða í apríl á næsta ári. 

Meira í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK