Samkeppniseftirlitið hefur fallist á ósk franska fjárfestingasjóðsins Ardian um framlengdan frest til rannsóknar á mögulegum kaupum hans og Mílu frá Símanum.
Þetta kemur fram á vef Samkeppniseftirlitsins.
Það segir að óskir hafi komið fram til þess að skapa ráðrúm fyrir frekari viðræður á milli Samkeppniseftirlitsins og Ardian.
Nýr frestur til rannsóknar á samrunnanum er nú tuttugu virkir dagar, eða til 15. september næstkomandi.
Í upphaflegri tilkynningu Samkeppniseftirlitsins var fresturinn sagður vera til 8. september. Það hefur nú verið leiðrétt.