Áskrifendur að streymisveitum Disney voru rúmlega 221 milljón talsins í byrjun júlí en það eru fleiri en hjá samkeppnisaðilanum Netflix sem hefur verið að tapa áskrifendum að undanförnu. Er þetta í fyrsta sinn sem streymisveita tekur fram úr Netflix.
Netflix telur 220.67 milljón áskrifendur á heimsvísu eftir að hafa tapað nærri milljón áskriftum á þremur mánuðum.
Disney, sem á einnig streymisveiturnar Hulu og íþróttamiðuðu streymisveituna ESPN+, segir að eftirspurnin eftir Disney+ sé áfram öflug þrátt fyrir að Disney hafi misst réttinn til að sýna indverskt krikket.
Varar fyrirtækið við að það muni draga úr áskrifendafjöldanum í samanburði við fyrri spár.