Skel hagnast um tæpa fimm milljarða á fyrri helmingi ársins

Ein af bensínstöðvum Skeljungs, sem er í eigu Skel fjárfestingafélags.
Ein af bensínstöðvum Skeljungs, sem er í eigu Skel fjárfestingafélags. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Hagnaður fjárfestingafélagsins Skel nám á öðrum ársfjórðungi þessa árs tæpum 1,6 milljarði króna. Hagnaður fyrir skatta nam rúmlega 1,9 milljarði króna. Fjárfestingatekjur félagsins námu á öðrum ársfjórðungi 2,3 milljörðum króna en rekstrargjöld námu um 380 milljónum króna.

Þetta kemur fram í uppgjörstilkynningu frá Skel, en hagnaður félagsins á fyrri helmingi ársins nemur þannig samtals rúmlega 4,9 milljörðum króna.

Í tilkynningunni kemur frma að áætluð afkoma fyrir árið í heild er á bilinu 7,6 - 8,3 milljarðar króna, sem er í samræmi við áður útgefna afkomuspá. Eigið fé félagsins er nú um 23,3 milljarðar króna, en var um 16,5 milljarðar um áramót.

Sem kunnugt er var tilgangi félagsins breytt í fjárfestingafélag í október í fyrra. Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri Skel, segir í uppgjörstilkynningunni að Skel sé orðið sterkt fjárfestingafélag með fjölbreytt eignasafn sem unnt sé að nýta ásamt fjárhagslegum styrk til frekari tekjudreifingar og verðmætasköpunar fjárfestingareigna félagsins.

Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri Skel fjárfestingafélags.
Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri Skel fjárfestingafélags.

Þá kemur fram að Skel hafi á ákveðið að haga rekstri Orkunnar og Skeljungs með þeim hætti að félögin verði skráningarhæf á næstu þremur árum.

„Reksturinn gekk ágætlega á fjórðungnum, sveiflur á eignamörkuðum, hækkandi olíuverð, truflun í aðfangakeðju og hærra verð á aðföngum fólu í sér áskoranir. Eldsneytisbirgðir eru að stærstum hluta áhættuvarðar. Stefna félagsins hefur verið að afkoma og framlegð af eldsneytissölu sé að mestu leyti fullvarin fyrir skammtímasveiflum í hrávöruverði, til þess að takmarka sveiflur í afkomu rekstrarfélaga,“ segir Ásgeir Helgi í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK