Live eykur við sig í Festi

Festi rekur meðal annars N1 og Krónuna.
Festi rekur meðal annars N1 og Krónuna. Árni Sæberg

Lífeyrissjóður verslunarmanna (Live) hefur aukið við hlut sinn í Festi. Í flöggun til Kauphallarinnar kemur fram að Live hefur keypt um 2,4 milljónir hluta og á þá 10,6% hlut í Festi.

Live var og verður áfram eftir þessi viðskipti næst stærsti hluthafi Festar. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) á samanlagt um 13% hlut.

Miðað við dagslokagengi í gær nema viðskiptinum um 540 milljónum króna. Markaðsvirði eignarhluta Live er nú um 7,5 milljarðar króna í félaginu.

Live hefur að undanförnum haft mikil áhrif á þróun mála hjá Festi. Sjóðurinn var á meðal þeirra hluthafa sem fóru fram á margfeldisskosningu á hluthafafundi í Festi í júlí og í stjórnarkjöri á fundinum greiddi sjóðurinn Hjörleifi Pálssyni öll sín atkvæði, sem er óvenjulegt hjá lífeyrissjóðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK