Þrjú fyrirtæki hafa verið skráð á íslenska hlutabréfamarkaðinn í sumar. Mismikil ávöxtun hefur fengist af þeim í sumar.
Nova og Ölgerðin stóðu að hlutafjárútboði en Alvotech var skráð í First North-vaxtamarkaðinn í kjölfar skráningar í Bandaríkjunum. Þessar nýskráningar hafa ekki gefið jafn góða ávöxtun og skráningarnar í fyrra, sem nær allar hafa hækkað allsvakalega.
Skráning Nova var mest áberandi í fjölmiðlum vegna þeirrar ákvörðunar seljanda að stækka útboðið þrátt fyrir litla eftirspurn fagfjárfesta. Sú ákvörðun var gagnrýnd. Á fyrsta viðskiptadegi féllu bréfin um 10% og hafa ekki tekið við sér.
Bréf í Nova hafa nú lækkað um rúm 13% frá skráningu. Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Pt. Capital losaði um 45% hlut sinn í félaginu og hlaut fyrir hann 8,7 milljarða. Sjóðurinn er enn þann dag í dag stærsti hluthafi Nova og fer með rúman 11% hlut í fjarskiptafyrirtækinu.
Lestu nánar um Alvotech og Ölgerðina í ViðskiptaMogganum.