Lífeyrissjóðirnir koma ekki nægilega að fjármögnun fyrirtækja

Íslenskir lífeyrissjóðir hafa ekki sýnt áhuga á kaupum á almennum ótryggðum skuldabréfum frá bönkunum. Þetta segir Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans að sé miður.

Í viðtali í Dagmálum ræðir Lilja Björk m.a. um þátttöku sjóðanna á húsnæðislánamarkaði. Bendir hún á að þeir hafi lengi verið á vettvangi þar en ekki í jafn miklum mæli og sést hefur síðustu ár. Telur hún að sjóðirnir gætu m.a. beint aðkomu sinni að þeim markaði með kaupum á skuldabréfum af bönkum. Einnig setur hún spurningamerki við að þeir skuli lítið fjárfesta í ótryggðum almennum skuldabréfum sem gefin eru út til fjármögnunar á íslensku atvinnulífi.

„Ég vil geta verið með sterka lífeyrissjóði og ég vil geta haft þá sem fjárfesta í bönkum. Við höfum t.d. ekki getað komið út miklu af almennum ótryggðum skuldabréfum út til lífeyrissjóða, þar sem menn eru að kaupa þverskurðinn af íslensku atvinnulífi. Þetta ætti að vera frábær vara [...] Slík vara er varla til. Og það finnst mér áhugavert og þarna ættu stærstu fjárfestarnir að vera...“

Viðtalið við Lilju Björk má horfa á í heild sinni hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK