Anna Sigrún Baldursdóttir hefur verið ráðin skrifstofustjóri og leiðtogi öldrunarmála hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar.
Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Reykjavíkurborgar.
Anna Sigrún tekur við starfinu af Berglindi Magnúsdóttur í október.
Anna Sigrún er lærður hjúkrunarfræðingur og stundar nám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands.
Hún hefur síðustu níu ár starfað sem aðstoðarmaður forstjóra og síðar framkvæmdastjóri á Landspítala. Hún var aðstoðarmaður Árna Páls Árnasonar, þáverandi velferðarráðherra í sameinuðu félags- og heilbrigðisráðuneyti frá árinu 2009 til ársins 2013.
Málaflokkar sem skrifstofa öldrunarmála ber ábyrgð á eru meðal annars heimahjúkrun, heimaþjónusta, hjúkrunarheimili, þjónustuíbúðir, heimsending matar og félagsstarf.