Anna Sigrún yfir öldrunarmál borgarinnar

Anna Sigrún Baldursdóttir.
Anna Sigrún Baldursdóttir. Ljósmynd/Landspítalinn

Anna Sigrún Bald­urs­dótt­ir hef­ur verið ráðin skrif­stofu­stjóri og leiðtogi öldrun­ar­mála hjá vel­ferðarsviði Reykja­vík­ur­borg­ar.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á heimasíðu Reykja­vík­ur­borg­ar.

Anna Sigrún tek­ur við starf­inu af Berg­lindi Magnús­dótt­ur í októ­ber. 

Anna Sigrún er lærður hjúkr­un­ar­fræðing­ur og stund­ar nám í op­in­berri stjórn­sýslu við Há­skóla Íslands.

Hún hef­ur síðustu níu ár starfað sem aðstoðarmaður for­stjóra og síðar fram­kvæmda­stjóri á Land­spít­ala. Hún var aðstoðarmaður Árna Páls Árna­son­ar, þáver­andi vel­ferðarráðherra í sam­einuðu fé­lags- og heil­brigðisráðuneyti frá ár­inu 2009 til árs­ins 2013.

Mála­flokk­ar sem skrif­stofa öldrun­ar­mála ber ábyrgð á eru meðal ann­ars heima­hjúkr­un, heimaþjón­usta, hjúkr­un­ar­heim­ili, þjón­ustu­íbúðir, heimsend­ing mat­ar og fé­lags­starf.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK