Gasverð náði í dag sex mánaða hámarki í Evrópu og ýtir þar með undir áhyggjur af kreppu, er álfan býr sig undir möguleikann á frekari skerðingu frá Rússlandi í kjölfar innrásar í Úkraínu.
Þá lækkaði olíuverð enn frekar í dag eftir að hafa fallið um 5% vegna ótta við að eftirspurn muni fari minnkandi vegna kreppu eða hægs vöxts í stórum hagkerfum eins og í Kína.
„Orkuverð er að hækka í Evrópu,“ sagði Fawad Razaqzada, markaðsfræðingur á City Index og Forex. „20% skerðing á orkusendingum frá Rússlandi í gegnum Nord Stream-gasleiðsluna hefur aukið líkurnar á skömmtunum næstu mánuðina,“ bætti hann við.
Hækkandi gasverð er líklegt til að valda kreppu víða um Evrópu og auka eftirspurn eftir öðrum orkuauðlindum, til dæmis olíu.