Íbúðamarkaður sýnir merki kólnunar

Verð á fjölbýli stóð næstum í stað, á meðan verð …
Verð á fjölbýli stóð næstum í stað, á meðan verð á sérbýli hækkaði meira en áður. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Íbúðaverð á höfuðborg­ar­svæðinu hækkaði um 1,1% milli júní og júlí. Það er mun minni hækk­un en hef­ur sést á síðustu mánuðum og bend­ir til þess að farið sé að hægja á verðþróun eft­ir tíma­bil mik­illa hækk­ana, að því er fram kem­ur í Hag­sjá Lands­bank­ans.

Hækk­an­ir á vísi­tölu íbúðaverðs hafa verið um 2-3% á mili mánaða frá ára­mót­um. 

Fjöl­býli hækk­ar um 0,5% en sér­býli hækk­ar

Mik­ill mun­ur er á verðþróun sér­býl­is og fjöl­býl­is en fjöl­býli hækkaði ein­göngu um 0,5% milli mánaða, sem er minnsta hækk­un á fjöl­býli síðan í júlí í fyrra. Sér­býli hækkaði hins veg­ar um 3,7% milli mánaða, sem er meiri hækk­un en á síðustu mánuðum. 

Veg­in árs­hækk­un íbúðaverðs mæl­ust nú 25,5%, hækk­un á fjöl­býli mæl­ist 25,/% ​og sér­býli 25,3%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK