Tekjur Íslandshótela fyrstu sex mánuði ársins jukust um 3,3 milljarða króna miðað við sama tímabil á síðasta ári.
Tekjur hótelkeðjunnar námu 1,9 milljörðum króna á fyrri helmingi síðasta árs, en námu nú 5,2 milljörðum.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.
Öll hótel félagsins hafa nú verið opnuð eftir að nokkur þeirra höfðu áður verið lokuð í um 2 ár vegna Covid-19 faraldursins, sem hafði tvímælalaust áhrif á reksturinn.
Samkvæmt uppgjörinu var tap af rekstri félagsins upp á 417 milljónir króna, en mikill viðsnúningur varð í sögulegu samhengi.
Vending varð vegna fjölgun ferðamanna og hámarksnýtingu hótelrýma og lofar góðu fyrir síðari hluta rekstrarársins.
Reiknað er með mikilli uppsveiflu á þriðja ársfjórðungi, enda ferðamennska í hámarki.
Íslandshótel rekur 18 hótel með 1.963 herbergi víða á landinu.