Seðlabanki Noregs tilkynnti í dag hækkun stýrivaxta um hálf prósentustig. Eru þeir nú komnir í 1,75 prósent.
Aðgerðir þessar miða að því að ná tökum á verðbólgunni, en spár eru svartar fyrir septembermánuð.
Í júní hafði bankinn gefið í skyn að hann hygðist hækka stýrivexti um 0,25 prósentustig, en verðbólga mældist 6,8 prósent í júlí.
Er þetta í fimmta skipti á síðastliðnu ári sem seðlabanki Noregs hækkar stýrivexti, en í annað skipti sem þeir eru hækkaði um hálft prósentustig.
Á fyrsta ársfjórðungi, dróst efnahagur landsins saman um 0,6 prósent frá því sem var.