Siggi Hall kemur að opnun nýs veitingastaðar sem verður til húsa í mathöllinni við Pósthússtræti sem opnar á næstunni. Þetta staðfestir hann í samtali við Morgunblaðið.
„Ég verð þarna með félaga mínum, við komum að opnun staðar í pósthússmathöllinni,“ segir hann og bætir við að um sé að ræða „mathöll á hærra plani“.
Samkvæmt Sigga er staðurinn enn á byggingarstigi og því ekki tímabært að gefa upp nafn eða tegund staðarins á meðan hann tekur á sig mynd.
Siggi Hall rak um tíma veitingastað í Þjóðleikhúskjallaranum og ætti að vera mörgum landsmönnum kunnur af skjánum, þar sem hann starfaði lengi vel sem sjónvarpskokkur. Spurður hvort um sé að ræða einhvers konar endurkomu segir Siggi: „Ég er alltaf búinn að vera í leiknum, ámargvíslegan hátt. Maður er ekkert hættur þótt maður sé aðeins farinn að róa sig niður.“