Siggi Hall opnar nýjan stað

Siggi Hall er landsmönnum vel kunnur.
Siggi Hall er landsmönnum vel kunnur. Artist,Rax / Ragnar Axelsson

Siggi Hall kem­ur að opn­un nýs veit­ingastaðar sem verður til húsa í mat­höll­inni við Póst­hús­stræti sem opn­ar á næst­unni. Þetta staðfest­ir hann í sam­tali við Morg­un­blaðið.

„Ég verð þarna með fé­laga mín­um, við kom­um að opn­un staðar í póst­húss­mat­höll­inni,“ seg­ir hann og bæt­ir við að um sé að ræða „mat­höll á hærra plani“.

Sam­kvæmt Sigga er staður­inn enn á bygg­ing­arstigi og því ekki tíma­bært að gefa upp nafn eða teg­und staðar­ins á meðan hann tek­ur á sig mynd.

Siggi Hall rak um tíma veit­ingastað í Þjóðleik­hús­kjall­ar­an­um og ætti að vera mörg­um lands­mönn­um kunn­ur af skján­um, þar sem hann starfaði lengi vel sem sjón­varp­s­kokk­ur. Spurður hvort um sé að ræða ein­hvers kon­ar end­ur­komu seg­ir Siggi: „Ég er alltaf bú­inn að vera í leikn­um, ámarg­vís­leg­an hátt. Maður er ekk­ert hætt­ur þótt maður sé aðeins far­inn að róa sig niður.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK