Verslunin Hörg, sem sérhæfir sig í lífrænum, sjálfbærum og umhverfisvænum dömu- og herrafatnaði, var nýverið opnuð að Laugavegi 83.
Áslaug Hlíf Servo Jensdóttir, eigandi verslunarinnar, segir það hafa komið „ánægjulega á óvart hvað við sem þjóð erum komin langt á þessu sviði“, en allur fatnaðurinn er vottaður af Global Organic Textile Standard (GOTS), EcoCert, EU Ecolabel og Fairtrade.
„Mér fannst vanta meira úrval af vörum sem eru í lagi. Við hugsum mikið um það sem fer ofan í okkur, en hvað erum við með utan á okkur?“ spyr Áslaug. Hún segir hugmyndina hafa sprottið upp eftir að hún varð meðvitaðri um það hvernig fataiðnaðurinn virkar og segir hún of algengt að réttindi séu brotin á starfsfólki og eiturefni séu notuð við framleiðslu á fötum. „Ég vil að að framleiðslan sé öll í góðu, bæði gagnvart starfsmönnum og umhverfi.“
Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum.