Ellert stýrir nýrri deild Íslandsbanka

Ellert Hlöðversson, forstöðumaður Verðbréfamiðlunar hjá Íslandsbanka.
Ellert Hlöðversson, forstöðumaður Verðbréfamiðlunar hjá Íslandsbanka.

Ellert Hlöðversson hefur verið ráðinn forstöðumaður nýrrar deildar Verðbréfamiðlunar hjá Íslandsbanka. Samhliða því hafa Verðbréfamiðlun og Verðbréfaráðgjöf Íslandsbanka verið sameinaðar í eina deild með það að markmiði að styrkja enn frekar stöðu bankans í verðbréfaviðskiptum að því er segir í tilkynningu frá bankanum. Ingvar Arnarson, sem gegnt hefur stöðu forstöðumanns Verðbréfamiðlunar, verður áfram hluti af sameinuðu teymi.

Ellert Hlöðversson starfaði áður sem verkefnastjóri í Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka og hefur víðtæka reynslu af störfum á fjármálamarkaði. Hann hefur m.a. leitt útboð og skráningu fjölda fyrirtækja í kauphöll og komið að flestum útgáfum fyrirtækjaskuldabréfa sem bankinn hefur haft umsjón með á undanförnum árum. Ellert er með M.Sc.-próf í verkfræði frá Háskóla Íslands og hefur starfað hjá Íslandsbanka í 12 ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK