Swipe Media bætir við sig áhrifavöldum

Nökkvi Fjalar Orrason, meðeigandi SWIPE Media, starfar á Lundúnaskrifstofu fyrirtækisins.
Nökkvi Fjalar Orrason, meðeigandi SWIPE Media, starfar á Lundúnaskrifstofu fyrirtækisins. mbl

Umboðsskrifstofan SWIPE Media heldur áfram að bæta við sig vinsælum áhrifavöldum en eins og ViðskiptaMogginn greindi frá í júní sl. gekk Dami Fadadami til liðs við Swipe í sumar. Hann er með 5,7 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlinum TikTok.

Nú hafa tvær stjörnur til viðbótar bæst við. Annars vegar Maina, sem er enn vinsælli en Fadadami, með 8,1 milljón fylgjenda, og hins vegar Love Island-stjarnan Georgia Louise Harrison, sem er með 1,1 milljón fylgjenda á Instagram.

Tvítugur í september

„Maina er strákur sem býr hérna í London. Hann er að verða tvítugur í september. Hann er búinn að vera efnisframleiðandi í tvö ár. Við kynnumst honum í gegnum Fadadami, sem tengir okkur saman og mælir með okkur sem samstarfsaðila. Þeir eru vinir og það er búið að ganga vel hjá Fadadami með okkur. Við funduðum með Maina og náðum það vel saman að við ætlum að gerast umboðsskrifstofa hans og aðstoða hann við að láta draumana rætast,“ segir Nökkvi Fjalar Orrason, meðeigandi SWIPE Media, en hann starfar á Lundúnaskrifstofu fyrirtækisins.

Spurður um sérgrein Maina á TikTok segir Nökkvi að grín sé hans ær og kýr. „Hans helsta markmið er að láta fólk hlæja. Þegar fólk heyrir nafnið hans vill hann að fólk skelli upp úr og hugsi um skemmtun.“

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK