Verð kaffibauna lækkar ekki í bráð

AFP

Útlit er fyr­ir lé­lega upp­skeru hjá kaffi­bænd­um í Bras­il­íu og er þetta annað árið í röð sem óhag­felld veður­skil­yrði bitna á bras­il­ísk­um kaffiland­búnaði.

Að sögn Wall Street Journal hef­ur veðurfar á kaffi­rækt­ar­svæðum Bras­il­íu verið óvenjuslæmt það sem af er þessu ári. Fyrst plöguðu þurrk­ar kaffi­rækt­end­ur og í kjöl­farið kom kuldakast sem skemmdi kaffi­plönt­urn­ar enn frek­ar. Sjá sum­ir bænd­ur fram á að upp­sker­an af ar­ab­ica-baun­um verði helm­ingi minni en í venju­legu ár­ferði.

Bras­il­ía er lang­stærsti kaffifram­leiðandi heims og fram­leiddi árið 2019 um 5,7 millj­arða punda af kaffi, en þar á eft­ir komu Víet­nam með 3,6 millj­arða punda og Kól­umbía með tæp­lega 1,8 millj­arða punda. Grein­ir WSJ frá að veður­skil­yrði hafi líka verið óhag­felld í Kól­umb­íu og því von á lakri upp­skeru þar.

Má leiða lík­um að því að slæm upp­skera í Bras­il­íu hafi hækk­andi áhrif á kaffi­verð en upp­skeru­brest­ur­inn í fyrra varð til þess að fram­virk­ir kaup­samn­ing­ar á kaffi­baun­um nærri tvö­földuðust í verði.

Mats­fyr­ir­tækið Fitch spá­ir þó að upp­skeru­brest­ur í Bras­il­íu annað árið í röð muni ekki stuðla að frek­ari hækk­un­um en hins veg­ar koma í veg fyr­ir að verðhækk­un kaffi­bauna gangi til baka.

Brasilískur bóndi hugar að plöntunum. Tvö ár í röð hefur …
Bras­il­ísk­ur bóndi hug­ar að plönt­un­um. Tvö ár í röð hef­ur veðrið leikið bras­il­íska kaffi­geir­ann grátt og heimsk­arkaðsverð kaffi­bauna eft­ir því.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK