Kaldalón hagnaðist um 1,4 milljarða

Jón Þór Gunnarsson, forstjóri Kaldalóns.
Jón Þór Gunnarsson, forstjóri Kaldalóns. Ljósmynd/Baldur Kristjánsson

Kaldalón hf. hagnaðist um 1,4 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins, samanborið við 699 milljónir króna á sama tímabili árið áður. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri félagsins. 

Samkvæmt efnahagsreikningi 30. júní 2022 námu eignir samstæðunnar 31.596 milljónum króna og jukust um 10.118 milljónir frá áramótum. Eigið fé samstæðunnar nam 13.355 milljónir króna þann 30. júní 2022 samanborið við 8.359 milljónir króna þann 31. desember 2021.

Félagið gaf út nýtt hlutafé á tímabilinu að nafnvirði kr. 1.944.972.855 fyrir kr. 3.561.399.998 að markaðsverðmæti. Hlutaféð var gefið út samhliða kaupum á fasteignum, að því er fram kemur í skýrslu stjórnar og forstjóra

Grunnur lagður að sterku fasteignafélagi

Þá segir að Kaldalón hf. hafi sett sér metnaðarfull markmið um umbreytingu í fasteignafélag fyrir rúmu ári síðan.

„Umbreyting hefur gengið samkvæmt áætlun og grunnur lagður að sterku fasteignafélagi. Á fyrri hluta ársins hefur félagið gert samkomulag um kaup á 18.705 m2 fasteigna. Samanlagt hefur félagið gegnið frá kaupum eða gert samkomulag um kaup á 76.900 m2 en áætlaðar tekjur nema 2,9 m.a. á ársgrundvelli eftir afhendingu eigna.“

Jafnframt er tekið fram að félagið sé í vaxtarfasa og ekki sé fyrirhugað að greiða út arð.

Tuttugu stærstu hlutafar fara með 82,69% hlutafjár í félaginu og voru hluthafar alls 485 í lok tímabils. Einkahlutafélög fara með 40% hlutafjár í félaginu en bankar, hlutafélög og verðbréfasjóðir eigendur 17- 18% hver.

Stöðugildi voru 2,8 hjá félaginu á fyrri hluta ársins. Hjá félaginu starfa Jón Þór Gunnarsson, forstjóri og Högni Hjálmtýr Kristjánsson, forstöðumaður eignaumsýslu og fjármála. Gengið var frá ráðningu aðalbókara sem hefur störf á haustmánuðum.

Hluthafar voru í byrjun ársins 378 en í lok tímabils 484, þar af eru 10 stærstu eftirfarandi:

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK