Birgir Jónsson, forstjóri Play, og Þóra Eggertsdóttir fjármálastjóri munu kynna árhlutauppgjör flugfélagsins á opnum kynningarfundi sem hefst klukkan 8.30 og má sjá hér að neðan í beinu streymi.
Fram kom í tilkynningu frá flugfélaginu í gær að tap Play á öðrum ársfjórðungi þessa árs hafi numið 14,3 milljónum dala, eða sem nemur um 2 milljörðum íslenskra króna. Samanlagt tap félagsins það sem af er ári nemur 25,6 milljónum dala, eða um 3,5 milljörðum.