Steve dagskrá hagnast um 4,3 milljónir króna

Vilhjálmur Freyr Hallsson og Andri Geir Gunnarsson
Vilhjálmur Freyr Hallsson og Andri Geir Gunnarsson

Hagnaður Steve dagskrá ehf. nam á síðasta ári rúmum 4,3 milljónum króna, en var 1,6 milljónir árið áður. Félagið heldur utan um samnefndan hlaðvarpsþátt sem hóf göngu sína 2019, þar sem fjallað er um knattspyrnu og aðra þætti í þjóðfélagsumræðunni. Eigendur félagsins eru þeir Vilhjálmur Freyr Hallsson og Andri Geir Gunnarsson, sem einnig stýra þættinum.

Félagið var stofnað vorið 2020 en það ár námu tekjur þess tæpum 2,6 milljónum króna. Aftur á mótu jukust tekjurnar um 5,6 milljónir í fyrra og námu þá 8,2 milljónum. Rekstrarkostnaður nam í fyrra tæpum 2,7 milljónum króna og hagnaður fyrir skatta 5,4 milljónum. Eigið fé félagsins var um 2,9 milljónir króna í árslok.

Steve dagskrá er eitt vinsælasta hlaðvarpið hér á landi. Þá stýra þeir Vilhjálmur Freyr og Andri Geir einnig umræðu um knattspyrnu á Viaplay en höfðu áður starfað á Stöð 2.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK