220 brottfarir á viku til 38 áfangastaða í vetur

Vetraráætlun Icelandair er um 95-104% af framboðinu veturinn 2019 til 2020, fyrir heimsfaraldurinn. Flogið verður að meðaltali 17 sinnum í viku til New York í vetur, yfir 20 sinnum  til London, 11 sinnum til Boston og tvisvar til þrisvar á dag til Kaupmannahafnar.

Þessar fjórar borgir eru þær vinsælustu hjá flugfélaginu, að því er kemur fram í tilkynningu þar sem greint er frá vetraráætlun flugfélagsins.

Innanlands er flogið til þriggja áfangastaða, Akureyrar, Ísafjarðar og Egilsstaða. Félagið flýgur um 12 sinnum í viku til Ísafjarðar, 28 til 39 sinnum til Akureyrar og um 20 sinnum til Egilsstaða.

„Eftir að ferðatakmörkunum var aflétt hefur starfsfólk Icelandair lyft grettistaki við uppbyggingu leiðakerfisins. Við kynnum metnaðarfulla flugáætlun í vetur sem er svipuð síðustu vetraráætlun fyrir heimsfaraldur. Svo öflug vetraráætlun sýnir styrk leiðakerfisins og er til marks um sterka eftirspurn á öllum okkar mörkuðum. Við gerum okkur grein fyrir mikilvægi góðra flugtenginga fyrir eyþjóð eins og Ísland og því er ánægjulegt að geta boðið upp á um 220 brottfarir á viku til 38 áfangastaða víðs vegar um heiminn yfir vetrartímann, auk öflugra tenginga innanlands,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK