Sala Símans á Mílu mun taka minnst ellefu mánuði

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. mbl.is/Eggert

Síðdegis föstudaginn 1. júlí sl. sendi Samkeppniseftirlitið fulltrúum franska fjárfestingasjóðsins Ardian 110 bls. andmælaskjal, þar sem fram kom að stofnunin myndi að öllu óbreyttu ekki samþykkja kaup Ardian á Mílu, dótturfélagi Símans. Þar var um að ræða frumniðurstöðu eftirlitsins, sem þá hafði haft málið til skoðunar síðan í byrjun febrúar.

Sömu helgi höfðu stjórnmálamenn spurnir af málinu en töldu sig þó ekki geta aðhafst með neinum hætti í máli sem Samkeppniseftirlitið hefði til skoðunar. Heimildir ViðskiptaMoggans, sem fjallar um kaup Ardian á Mílu í úttekt í dag, herma þó að starfsmenn Samkeppniseftirlitsins hafi rætt um málið við óviðkomandi aðila með lauslegum hætti – sem varð til þess að fjölmiðlar komust á snoðir um málið og óskuðu eftir upplýsingum frá Símanum, Ardian og Samkeppniseftirlitinu.

Það leiddi til þess að Síminn, sem er skráð félag á markaði, sendi tilkynningu til Kauphallarinnar þriðjudaginn 5. júlí þar sem upplýst var um málið. Nokkuð hefur verið fjallað um atburðarásina síðan þá en málið er enn til meðferðar og frestur til að ljúka því er fram í miðjan september. Þá verða liðnir ellefu mánuðir frá því að kaupin voru upphaflega tilkynnt.

Sem fyrr segir er fjallað nánar um málið og atburðarásina frá því í október í fyrra í úttekt í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK