Simon Shorthose nýr forstjóri Meniga 

Simon Shorthose.
Simon Shorthose. Ljósmynd/Aðsend

Meniga hefur ráðið Simon Shorthose í starf forstjóra en hann tekur við keflinu af Georg Lúðvíkssyni, meðstofnanda Meniga.  Georg Lúðvíksson er áfram hluthafi í Meniga og mun styðja við áframhaldandi vöxt fyrirtækisins.

Simon Shorthose hefur 20 ára reynslu af alþjóðlegum stjórnunarstörfum í hugbúnaðar- og fjármálageirunum. Hefur hann meðal annars gegnt stjórnunarstöðum hjá fjártæknifyrirtækinu Kyriba og hugbúnaðarfyrirtækinu Mambu sem þróar lausnir fyrir banka. Þá hefur Simon reynslu af setu í stjórnum fjölmargra fyrirtækja um allan heim, segir í tilkynningu frá félaginu. 

Georg Lúðvíksson.
Georg Lúðvíksson. Ljósmynd/Aðsend

 „Eftir 14 spennandi en krefjandi ár hef ég ákveðið að stíga til hliðar sem forstjóri Meniga. Ég hef fylgst með árangri Simon í stjórnunarstörfum af fyrstu hendi og treysti honum fullkomlega til að leiða fyrirtækið áfram í þeirri alþjóðlegu vegferð sem fyrirtækið hefur verið á undanfarin ár. Félagið hefur vaxið hratt víða um heim og það er mikill fengur að fá svona reynslumikinn stjórnenda til Meniga. Ég þakka vinum, samstarfsfólki og viðskiptavinum Meniga kærlega fyrir þeirra samstarf og traust í mínu starfi sem forstjóri Meniga,“ segir Georg Lúðvíksson í tilkynningunni.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK