Allt stefnir í að sala Símans á dótturfélagi sínu Mílu, til franska fjárfestingasjóðsins Ardian, muni taka ellefu mánuði – gangi hún í gegn. Málið hefur legið á borði Samkeppniseftirlitsins frá því í byrjun febrúar, eða í rúmlega hálft ár. Eftirlitið hefur um árabil ýtt á sölu Mílu en tekur nú undir sjónarmið keppinauta sem telja að einkasölusamningur á milli Símans og Mílu verði til þess að torvelda samkeppni.
Lögfræðingar og sérfræðingar sem ViðskiptaMogginn hefur rætt við og þekkja vel til samkeppnismála telja að Samkeppniseftirlitið þurfi, ætli það sér að koma í veg fyrir kaupin á Mílu, að sýna fram á að samkeppnisumhverfi fjarskiptafyrirtækja verði eftir kaupin verra en það er í dag.
Lestu ítarlega úttekt í ViðskiptaMogganum í dag.