Ný útlán bankakerfisins til heimila námu 21,2 milljörðum króna í júlí. Útlán til heimila jukust í maí og júní en drógust nú saman um 1,6 milljarða króna á milli mánaða samkvæmt hagtölum Seðlabankans.
Af þessari upphæð námu óverðtryggð lán 19,3 milljörðum króna. Þar af voru um 11,3 milljarðar króna með föstum vöxtum en 4,3 milljarðar með breytilegum vöxtum. Bílalán og önnur lán voru um 3,7 milljarðar króna.
Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.