Bónus ætlar ekki að frysta verð

Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus.
Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bónus ætlar ekki að frysta verð á vörum sínum á sama hátt og Krónan ætlar að gera til þess að sporna gegn verðbólgu.

Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, segir í samtali við mbl.is að Bónus sé alla daga að sporna við verðhækkunum.

Hann segir að framtak Krónunnar sé flott en telur að vægi þessara vara sé lítið í heildar körfunni.

„Þetta er flott framtak hjá þeim en lyktar smá af markaðsplotti,“ segir Guðmundur.

„Hvað varðar Bónus þá erum við að vinna í því alla daga að sporna við verðhækkunum eins og við getum þó neytendur finni kannski ekki alltaf fyrir því í innkaupunum sínum enda síðustu mánuðir verið erfiðir í allri hrávöru.“

Bónus eigi þátt í að halda verðbólgu niðri

Guðmundur vill meina að Bónus eigi þátt í því að verðbólgan hér á landi sé ekki meiri en hún er. Hann gagnrýnir að eigið húsnæði sé tekið með í verðbólgumælingar á Íslandi.

„Eitt vil ég þó benda á við þessar verðbólgumælingar en það er sú séríslenska aðferð að hafa húsnæðisliðinn þar inni en hann er ekki inni í samræmdri vísitölu ESB.

Ef við myndum mæla vísitöluna hérna eins og í ESB þá væri næst minnsta verðbólga á Íslandi, 6,4% í stað 9,9%, og mitt mat er að Bónus eigi smá hlut í þeim árangri án þess að á nokkurn sé hallað,“ segir Guðmundur að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka