Ekki hætta á kreppuverðbólgu á Íslandi

Ekki eru miklar líkur á kreppuverðbólgu hér á landi að sögn Unu Jónsdóttur, aðalhagfræðings Landsbankans. Uppgangur ferðaþjónustunnar sýni að hér sé allt á fullum snúningi.

Hún segir stöðuna hér á landi góða í samanburði við það sem virðist í kortunum víða annarsstaðar. Útflutningsdrifið hagkerfi eins og það sem hér hefur verið byggt upp geti unnið sig út úr þeim vanda sem upp er kominn vegna verðbólgu.

Una er gestur Dagmála ásamt Jóni Bjarka Bentssyni, aðalhagfræðingi Íslandsbanka.

Mörg fyrirtæki enn í sárum

Spurð hvort ástæða sé til að hafa áhyggjur af mögulegum yfirsýningi hagkerfisins vegna mikils uppgangs í ferðaþjónustu segir Una að vænta megi minni umsvifa á því sviði þegar haustið færist nær.

Þá segir Jón Bjarki óskynsamlegt að huga að leiðum til að tempra uppgang greinarinnar, jafnvel þótt hún hafi þensluhvetjandi áhrif. Taka þurfi tillit til þess að mörg fyrirtæki í ferðaþjónustu séu enn í sárum og taki fagnandi á móti stórauknum umsvifum.

Viðtalið við Unu og Jón Bjarka má sjá í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK