Ekki hætta á kreppuverðbólgu á Íslandi

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Ekki eru mikl­ar lík­ur á kreppu­verðbólgu hér á landi að sögn Unu Jóns­dótt­ur, aðal­hag­fræðings Lands­bank­ans. Upp­gang­ur ferðaþjón­ust­unn­ar sýni að hér sé allt á full­um snún­ingi.

    Hún seg­ir stöðuna hér á landi góða í sam­an­b­urði við það sem virðist í kort­un­um víða ann­arsstaðar. Útflutn­ings­drifið hag­kerfi eins og það sem hér hef­ur verið byggt upp geti unnið sig út úr þeim vanda sem upp er kom­inn vegna verðbólgu.

    Una er gest­ur Dag­mála ásamt Jóni Bjarka Bents­syni, aðal­hag­fræðingi Íslands­banka.

    Mörg fyr­ir­tæki enn í sár­um

    Spurð hvort ástæða sé til að hafa áhyggj­ur af mögu­leg­um yf­ir­sýn­ingi hag­kerf­is­ins vegna mik­ils upp­gangs í ferðaþjón­ustu seg­ir Una að vænta megi minni um­svifa á því sviði þegar haustið fær­ist nær.

    Þá seg­ir Jón Bjarki óskyn­sam­legt að huga að leiðum til að tempra upp­gang grein­ar­inn­ar, jafn­vel þótt hún hafi þenslu­hvetj­andi áhrif. Taka þurfi til­lit til þess að mörg fyr­ir­tæki í ferðaþjón­ustu séu enn í sár­um og taki fagn­andi á móti stór­aukn­um um­svif­um.

    Viðtalið við Unu og Jón Bjarka má sjá í heild sinni hér.

    mbl.is
    Fleira áhugavert
      ISK
      USD
      EUR
      GBP
      CAD
      DKK
      NOK
      SEK
    Fleira áhugavert
      ISK
      USD
      EUR
      GBP
      CAD
      DKK
      NOK
      SEK