Ferðast aftur til ársins 1772 í Grjótaþorpinu

Fischersund-búðin í Grjótaþorpinu.
Fischersund-búðin í Grjótaþorpinu. mbl.is/Ari Páll

Ilmgerðin og fjöllistamiðstöðin Fischersund stendur í dag fyrir viðburði í samstarfi við sænska sendiráðið þar sem svokallaður „ilmlykill“ að íslenskum heimilum verður frumsýndur.

Er um að ræða viðburð í tilefni 250 ára afmælis frá fyrsta erlenda vísindaleiðangrinum til Íslands, en árið 1772 kom sænski náttúrufræðingurinn Daniel Solander ásamt öðrum vísindamönnum til þess að kanna Ísland.

Skrásettu þeir margt um íslenska náttúru, menningu, siði, klæðaburð og heimilishald sem kom út í bókinni Bréf frá Íslandi eftir Uno von Troil.

mbl.is/Ari Páll

„Brennandi birkigreinar í eldstæðinu“

Býður Fischersund upp á tækifæri að „setja sig í spor Solanders og semferðamanna hans“ og ferðast aftur til gamla Íslands í ilmlyklinum áðurnefnda.

„Ímyndaðu þér að þú gangir inn í íslenskan torfbæ árið 1772. Þú þarft að beygja þig undir þykkan rekaviðardrumb áður en þú stígur inn á vel þjappað moldargólfið. Á móti þér kemur reykur frá brennandi birkigreinum í eldstæðinu á gólfinu,“ segir í lýsingu viðburðarins á Facebook.

Sendiherrann sænski virtist spenntur fyrir viðburðinum, en hann deildi ítarlegri umfjöllun ViðskiptaMoggans frá því í vikunni í tísti í dag, þar sem hann sagði einnig frá viðburðinum.

Frá Fischersund-búðinni.
Frá Fischersund-búðinni. mbl.is/Ari Páll
mbl.is/Ari Páll
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka