Kosið í nýja stjórn Ungra athafnakvenna

Efri röð frá vinstri: Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir, Hanna Björt Kristjánsdóttir, …
Efri röð frá vinstri: Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir, Hanna Björt Kristjánsdóttir, Guðrún Valdís Jónsdóttir, Hugrún Elvarsdóttir og Kristín Sverrisdóttir. Neðri röð frá vinstri: María Kristín Guðjónsdóttir, Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir Bachman og Lísa Rán Arnórsdóttir. Ljósmynd/Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir

Kosið var í nýja stjórn Ungra athafnakvenna (UAK) á aðalfundi félagsins í byrjun sumars en ávallt er kosið til tveggja starfsára í senn. Nýjar bætast við Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir, Hugrún Elvarsdóttir, Lísa Rán Arnórsdóttir og María Kristín Guðjónsdóttir. Hanna Björt Kristjánsdóttir var kosin varamaður.

Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Frá fyrra starfsári sitja áfram þær Guðrún Valdís Jónsdóttir, Kristín Sverrisdóttir og Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir Bachman. Fyrir starfsárið 2022-2023 var Lísa Rán kosin formaður og Katrín Sigríður varaformaður.

UAK vill stuðla að samfélagi þar sem öll kyn standa jafnfætis og bjóðast sömu tækifæri. Helsta markmið félagsins er að stuðla að jafnrétti, hugarfarsbreytingu og framþróun í samfélaginu. „Mikilvægt er að halda uppi þeirri góðu og mikilvægu vinnu sem UAK hefur unnið og hlakka ég mikið til að halda henni áfram með þeim öflugu konum sem sitja með mér í stjórn,” segir Lísa Rán í tilkynningunni.

Fyrsti viðburður nýs starfsárs UAK verður haldinn 8. september næstkomandi kl. 20 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Viðburðurinn er opinn öllum sem hafa áhuga á starfi félagsins. Ragnhildur Geirsdóttir forstjóri Reiknistofu bankanna, Sigríður Theodóra Pétursdóttir framkvæmdastjóri Brandendburg og Anna Steinsen, eigandi og þjálfari Kvan munu flytja erindi. Einnig verður dagskrá vetrarins kynnt.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK