Þensla lengir vinnuvikuna

Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans (til hægri) ásamt Ásgeiri Jónssyni …
Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans (til hægri) ásamt Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra í Seðlabankanum í gær. mbl.is/Hákon

Mikil þensla er á vinnumarkaði um þessar mundir og segir Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans verulegar líkur á því að hagkerfið ofhitni. Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað í gær að hækka stýrivexti um 0,75 prósentur og eru þeir nú 5,5%.

Birtist þenslan á vinnumarkaði með ýmsum hætti. Meðal annars fjölgaði heildarvinnustundum, eins og þær eru mældar af Hagstofunni, um 9,1% á öðrum fjórðungi ársins frá sama tímabili í fyrra. Sömuleiðis gerðist það í sama fjórðungi að vinnuvikan lengdist á ný en það hefur ekki gerst frá árinu 2019.

„Lausum störfum er að fjölga mjög hratt. Þau eru nú ríflega 12 þúsund á öðrum ársfjórðungi. Þeim fjölgar um fleiri en fimm þúsund milli fjórðunga,“ sagði Þórarinn á upplýsingafundi Seðlabankans í gær. Æ fleiri fyrirtæki segjast eiga í vandræðum með að fá fólk í vinnu.

„54% fyrirtækja segja að sig skorti starfsfólk, sem er næsthæsta gildi frá upphafi mælinga og verulega yfir sögulegu meðaltali. Sama gildir um fyrirtæki sem segjast starfa við full afköst, sem eru 61% þeirra. Þetta er einnig hæsta slík mæling sem við höfum gert og vel yfir sögulegu meðaltali,“ segir Þórarinn.

Bendir hann á að þessum skorti á vinnuafli sé mætt með innflutningi að utan. Hrein fjölgun erlendra ríkisborgara hér á landi mældist meiri á öðrum fjórðungi ársins en nokkru sinni fyrr, ríflega 3.500 manns.

Í yfirlýsingu peningastefnunefndar frá í gær er ítrekað að bankinn búi sig undir að hækka vexti enn frekar ef ekki tekst að koma böndum á verðbólguna en hagfræðingar Seðlabankans gera ráð fyrir að hún verði 10,8% á lokafjórðungi ársins. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK