Edward Christian, fyrrverandi forstjóri og stofnandi Saga Communuications, lést þann 19. ágúst síðastliðinn eftir bráð veikindi.
Christian hafði forgöngu um kaup Saga Communications í Fínum miðli ehf. árið 1998, sem á og rak fimm útvarpsstöðvar hér á landi.
Útvarp FM hf., sem var í eigu feðganna Árna Samúelssonar og Björns Árnasonar, keypti þá 50% eignarhlut Alfvakans hf. í Fínum miðli og framseldi hlutann samstundis til Saga Communications.
Christian stofnaði Saga Communications árið 1986 og á félagið í dag 79 FM-útvarpsstöðvar, 35 AM-útvarpsstöðvar og 80 endurvarpsstöðvar á 27 markaðssvæðum. Undir stjórn Christian var félagið skráð á opinberan hlutabréfamarkað, árið 1992.