Edward Christian látinn

Edward Christian stofnaði Saga Communications.
Edward Christian stofnaði Saga Communications.

Edward Christian, fyrrverandi forstjóri og stofnandi Saga Communuications, lést þann 19. ágúst síðastliðinn eftir bráð veikindi. 

Christian hafði forgöngu um kaup Saga Communications í Fínum miðli ehf. árið 1998, sem á og rak fimm útvarpsstöðvar hér á landi.

Útvarp FM hf., sem var í eigu feðganna Árna Samú­els­son­ar og Björns Árna­son­ar, keypti þá 50% eign­ar­hlut Al­f­vak­ans hf. í Fín­um miðli og fram­seldi hlut­ann sam­stund­is til Saga Comm­unicati­ons. 

Christian stofnaði Saga Communications árið 1986 og á félagið í dag 79 FM-útvarpsstöðvar, 35 AM-útvarpsstöðvar og 80 endurvarpsstöðvar á 27 markaðssvæðum. Undir stjórn Christian var félagið skráð á opinberan hlutabréfamarkað, árið 1992.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK