Klíníkin stækkar í Ármúla

Reitir hafa gengið til samninga við Klíníkina Ármúla um uppbyggingu á læknamiðstöð í Ármúla 7 og 9. Klíníkin mun áfram leigja hluta Ármúla 9 en stækka starfsemi sína yfir í aðliggjandi byggingar í Ármúla 7, tengibyggingu milli húsanna auk bakhúss.

Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Fram kemur, að eftir stækkunina verði húsnæði Klíníkurinnar um 7.000 m2 að stærð og verður lengd leigusamnings 20 ár frá afhendingu. Leiðir umrædd stækkun til fjárfestingar af hálfu Reita upp á um 2,8 milljarða kr. vegna breytinga á umræddum fasteignum sem dreifist yfir næstu 22 mánuði og  verða fjármagnaðar úr sjóðum félagsins, að því er segir í tilkynningu. 

Ármúli 7 hefur að mestu verið í skammtímaleigu til ýmissa aðila en tekjuaukning Reita á ársgrunni vegna samningsins við Klíníkina er áætluð um 270 m.kr. og aukning rekstrarhagnaðar um 220 m.kr. Áhrifin munu þó ekki fara að koma fram svo nokkru nemi fyrr en eftir afhendingu Ármúla 7 til Klíníkurinnar á seinni hluta ársins 2024.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK