Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka, og Ármann Þorvaldsson, aðstoðarforstjóri bankans, nýttu í dag áskriftaréttindi sín á hlutabréfum í bankanum.
Marinó Örn keypti um 2,3 milljónu hluti í bankanum fyrir tæpar 18 milljónir króna. Ármann keypti um 9,7 milljónir hluti fyrir 74,5 milljónir króna.
Báðir greiða þeir 7,71 kr. fyrir hvern hlut. Gengi bréfa í Kviku var við lok markaða í dag 21 kr. á hlut og hefur hækkað um 4,5% á einum mánuði. Aftur á móti hafa bréf í Kviku lækkað um 21,6% það sem af er ári.