Rekstrarumhverfi kvikmyndahúsa hefur gjörbreyst á síðustu árum í takt við tækniframfarir og stíga kvikmyndahúsin nú úr erfiðu tveggja ára tímabili heimsfaraldurs. Streymisveitur hafa sótt í sig veðrið um árabil og þurfa kvikmyndahúsin að svara með meiri fjárfestingu í gæðum og meira úrvali af stórmyndum.
Þá hefur hinn svonefndi „kvikmyndagluggi“ (e. theatrical window), krítískt tímabil þar sem aðeins er hægt að sjá myndina í kvikmyndahúsum, á undanförnum áratugi farið úr heilum mánuðum í aðeins örfáar vikur eða, líkt og á tímum faraldursins, horfið alveg.
Þrátt fyrir stormasöm tvö ár í heimsfaraldri kórónuveirunnar virðist rekstur kvikmyndahúsa ætla að taka við sér aftur, að minnsta kosti hér á landi.
Jón Diðrik Jónsson, forstjóri Senu, sem meðal annars rekur Smára- og Háskólabíó, segir að þrátt fyrir að glugginn hafi hafi vissulega smækkað sjái kvikmyndastúdíóin hag sinn í því að halda honum til haga.
Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu