Capital Group minnkar við sig í Íslandsbanka

Bandaríska sjóðastýringafélagið Capital Group hefur minnkað við hlut sinn í Íslandsbanka, en félagið hefur allt frá skráningu Íslandsbanka á markað í fyrrasumar verið einn af stærri hluthöfum bankans. Í flöggun til Kauphallar í morgun kemur fram að eign Capital Group í Íslandsbanka sé komin undir 5% eftir að félagið seldi um tvær milljónir hluta.

Capital Group, eða öllu heldur sjóðir í stýringu félagsins, eiga eftir sem áður um 98,4 milljónir hluta í bankanum sem er um 4,9% hlutur. Félagið er þá fimmti stærsti eigandi Íslandsbanka. Markaðsvirði hlutarins er um 12,7 milljaðrar króna. Markaðsvirði bankans er nú um 265 milljarðar króna.

Félagið var einn af horsteinafjárfestum í frumútboði Íslandsbanka í fyrravor áður en bankinn var skráður á markað og bætti verulega við hlut sinn eftir það.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK