Eldrauðir markaðir það það sem af er degi

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Töluverð lækkun hefur átt sér stað á hlutabréfum í Kauphöllinni það sem af er degi. Nær öll skráð félög hafa lækkað, fjögur standa í stað og ekkert félaganna hefur hækkað.

Mest er lækkunin hjá Icelandair, sem hefur lækkað um 4,6% það sem af er degi. Kvika og Eimskip hafa lækkað um 3,3% og Marel og Íslandsbanki um 3%. Önnur félög hafa sem fyrr segir einnig lækkað.

Það hefur þó ekki átt sér stað mikil velta á bréfum í dag. Mest veltan það sem af er degi er með bréf í Sjóvá, fyrir um 260 milljónir króna, en Sjóvá hefur lækkað um 2,2% það sem af er degi. Þá nemur velta með bréf í Marel um 170 milljónum króna og með bréf í Kviku um 160 milljónum króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK