Halldóra ráðin framkvæmdastjóri VBM

Halldóra G. Hinriksdóttir.
Halldóra G. Hinriksdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Halldóra G. Hinriksdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Verðbréfamiðstöðvar Íslands og tekur við starfinu 1. september.

Halldóra tekur við af Erlu Aðalgeirdóttur sem  hefur stýrt uppbyggingu félagsins frá 2018 og hefur á þeim tíma leitt stór verkefni meðal annars tengingu félagsins við millibankakerfi Seðlabanka Íslands og stærstu  reikningsstofnanirnar sem og að leiða fyrstu útgáfur fyrir ríkið og banka, að því er kemur fram í tilkynningu.

Halldóra hefur verið forstöðumaður hjá RB hf. frá því í ársbyrjun 2022 en leiddi þar á  undan vel heppnaða sameiningu seðlavera bankanna sem framkvæmdastjóri JCC ehf. frá  árinu 2018 eða þar til það var sameinað Reikningsstofu bankanna í ársbyrjun. Halldóra var  einnig forstöðumaður hjá Landsbankanum um árabil þar sem hún stýrði deildinni  verkefnastofa og stefnumótun.

Halldóra er með MBA gráðu frá University of Edinburgh.

„Fyrir hönd stjórnar vil ég byrja á að þakka Erlu fyrir gott samstarf og afar vel unnin störf  fyrir félagið. Það er okkur mikið ánægjuefni að fá Halldóru til liðs við Verðbréfafmiðstöð  Íslands. Halldóra býr yfir víðtækri þekkingu og reynslu sem nýtist í áframhaldandi sókn félagsins sem miðar að því að koma á samkeppni á markaði sem ríkt hefur einokun á sem  mun skila umtalsverðri lækkun kostnaðar fyrir íslenskan fjármálamarkað,“ segir Stefán Sigurðsson stjórnarformaður Verðbréfamiðstöðvar Íslands hf. í tilkynningunni.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK