Öll skráðu félögin í Kauphöllinni, að tveimur undanskildum, lækkuðu í viðskiptum dagsins í dag. Aðeins Reginn og Sýn stóðu í stað, en ekkert félag hækkaði.
Marel lækkaði mest, eða um 4,5%, í tæplega 280 milljón króna viðskiptum. Kvika lækkaði um 3,8% og Icelandair um 3,1%. Þá lækkaði Nova um 2,6%, Íslandsbanki um 2,1% og Síldarvinnslan um 2%. Önnu félög lækkuðu minna.
Mest var veltan með bréf í Síldarvinnslunni, eða um 450 milljónir króna. Þá nam velta með bréf í Kviku um 410 milljónir króna og í Sjóvá tæpum 370 milljónum króna.
Gengi bréfa í Marel hefur nú lækkað um 17,2% á einum mánuði en félagið hefur lækkað um tæp 42% það sem af er ári.