Össur kaupir bandarískt fyrirtæki

Stoðtækin eru sérhönnuð til að líkja eftir hreyfingum einstakra fingra.
Stoðtækin eru sérhönnuð til að líkja eftir hreyfingum einstakra fingra. Ljósmynd/Aðsend

Heilbrigðistæknifyrirtækið Össur hf. hefur gengið frá kaupum á Naked Prosthetics sem sérhæfir sig í stoðtækjum fyrir einstaklinga sem misst hafa framan af fingri eða hlut af hendi.

„Fjöldi fólks í heiminum fer á mis við aukin lífsgæði sem felast í stoðtækjum sem þessum. Stoðtækin eru sérhönnuð til að líkja eftir hreyfingum einstakra fingra og gera fólki kleift að stunda ýmiskonar vinnu og tómstundir og eru góð viðbót við fjölbreytt vöruframboð Össurar,“ segir í tilkynningu.

Fyrirtækið er staðsett nálægt Seattle í Washington fylki og bætist við þær starfsstöðvar sem Össur starfrækir víða um heim. Össur er með starfsstöðvar í 35 löndum og starfsfólk er um 4.000 talsins.  Sala Naked Prosthetics nam 9 milljónum bandaríkjadala árið 2021 eða 1,1 milljarði íslenskra króna.

„Kaupin á Naked Prosthetics er ánægjuleg viðbót við vöruframboð Össurar og gerir okkur kleift að aðstoða fjölda einstaklinga víða um heim sem eru með skerta hreyfigetu í höndum sökum aflimunar og styrkir markaðsstöðu okkar á alþjóðavettvangi,“ segir Sveinn Sölvason forstjóri Össurar, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK