Hagnaður Sýnar nam 66 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs, samanborið við tap upp á 117 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri félagsins sem birt var í dag. Hagnaður á fyrri helmingi ársins nemur 273 milljónum króna, samanborið við tæplega 350 milljóna króna tap á fyrri helmingi síðasta árs.
Tekjur félagsins á öðrum ársfjórðungi námu um sex milljörðum króna og jukust um 720 milljónir króna á milli ára.
Ég hef fulla trú á að við höldum áfram að bæta ofan á tekjurnar en kostnaðurinn haldist hóflegur og því erum við á góðri leið með að ná því að hafa um 100 milljón króna hagnað á mánuði af reglulegri starfsemi sem ganginn í fyrirtækinu,“ segir Heiðar Guðjónsson forstjóri í téðri tilkynningu.